Í tilefni af 10 ára starfsafmæli Specialisterne á Íslandi bjóðum við til afmælisviðburðar laugardaginn 6. nóvember kl. 14 – 15:15 í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar Sturlugötu 8.
Stutt dagskrá og léttar veitingar að henni lokinni
Halldóra Bjarnadóttir, skjólstæðingur Specialisterne mun syngja 2 lög
Hjörtur Grétarsson, formaður stjórnar, mun fara yfir aðdraganda að stofnun Specialisterne
Bjarni Torfi, framkvæmdastjóri Specialisterne mun fara yfir það sem hefur áunnist á síðustu 10 árum
Hrund Rudólfsdóttir, forstjóri Veritas á Íslandi mun segja frá reynslu atvinnurekanda af samstarfi við Specialisterne
Daði Gunnlaugsson, skjólstæðingur Specialisterne mun segja frá reynslu vinnu af vinnumarkaði
Hanna Unnsteinsdóttir, foreldri, segir frá sinni reynslu af starfi Specialisterne
Sigrún Árnadóttir, foreldri, segir frá sinni reynslu af starfi Specialisterne
Thorkill Sonne, stofnandi Specialisterne heldur stutta tölu
Hr. Guðni Th Johannesson, forseti Íslands flytur okkur kveðju
Hlökku til að sjá ykkur
