Mánudaginn 4. febrúar, kl. 11:00 mun forseti Íslands, herra Guðni Th Jóhannesson, heimsækja Specialsterne á Íslandi. Tilefni þessarar heimsóknar er að Specialisterne verða þátttakendur í verkefninu The Daily Mile, en tilgangur þess er að allir stundi hreyfingu utandyra í u.þ.b. 15 mínútur á hverjum degi. Á þeim tíma ganga flestir 1 – 1,6 km.
Það eru allir velkomnir að koma og ganga með okkur.
