Myndlist fyrir Specialisterne á Íslandi er fjáröflunnarátak fyrir Specialistnerne á Íslandi.

Íslenskir listamenn, jafnt reyndir sem ungir, munu gefa listaverk til okkar og í lok hvers mánaðar munu allir þeir sem hafa lagt fé inn á styrktarreikning okkar eiga möguleika á því að vinna málverk mánaðarins.
Hvert 1.500 kr innlegg verður ígildi eins miða og þannig myndu t.d. kr. 9.000 vera ígildi 6 miða þegar dregið verður úr nöfnum þeirra sem styrkja okkur, en dregið verður fyrsta föstudag í hverjum mánuði.
Fyrsti listamaðurinn sem leggur til verk í þessa söfnun er myndlistakonan Fríða Kristín Gísladóttir. Fríða ólst upp á Seltjarnarnesi og fór ung í listnám við Mynd- og handíðarskóla Ísland en nam síðan við myndlistaskóla í Malaga, La Escuela de Artesy Officios.
Fríða Kristín hefur haldið tíu einkasýningar auk þess að hafa verið með í fjölda samsýninga. Fríða Kristín rekur í dag, í félagi við 13 aðra listamenn, Gallery ART67 sem er á Laugavegi 67 í Reykjavík, en þar verður verkið til sýnis alla virka daga frá 12 – 18 og laugardaga frá 12 – 16
Verk eftir Fríðu hafa selst víða um heiminn og hægt er að finna verk eftir hana í flestum heimsálfum. Facebooksíða Fríðu
Við hvetjum alla áhugasama til að líta við í ART67 á Laugavegi.
Hægt er að gerast styrktaraðili Specialisterne með mánaðarlegu framlagi og taka þannig um leið þátt í málverkahappadrætti okkar. Skráið ykkur sem BAKHJARL eða sendið t-póst á bta@specialisterne.com og haft verður samband við ykkur.
